Nice Cream – Ávaxtaís

Það hefur verið hálfgert trend meðal matarbloggara upp á síðkastið að gera svokallaðan “Nice Cream”, og af góðri ástæðu! Hann er bæði sjúklega bragðgóður og hollur í þokkabót. Ekki skemmir fyrir hvað er auðvelt að búa hann til.
Nice Cream er semsagt orðaleikur á orðið ice cream, en þessi “ís” er miklu meira nice af því að hann inniheldur nákvæmlega ekkert óhollt.

Það sem þarf til þess að gera Nice Cream er kraftmikinn blandara eða matvinnsluvél + frosna ávexti. Frosnu ávextirnir sem þú hefur valið eru svo settir í mixarann og blandað þar til þeir hafa “ís áferð”. Til þess að ná fram ís áferðinni hefur mér reynst best að nota frosna banana. Þetta tekur sinn tíma, svo verið þolinmóð. Það gæti líka þurft að skafa nokkrum sinnum niður með hliðunum og “hjálpa” blandaranum.

Þú gætir þurft að blanda saman við smá möndlumjólk eða ávaxtasafa til þess að ná áferðinni sem þú vilt, þú stjórnar þykktinni 🙂

Það skemmtilega við Nice Cream er hvað það er hægt að gera hann á marga mismunandi vegu, en vinsælast er þó að hafa grunninn úr frosnum bönunum, þar sem þeir gefa æðislega creamy áferð. Svo er hægt að bragðbæta banana ísinn með öllu mögulegu! Ég hef notað kakó og kakónibbur til að gera “súkkulaði ís”, oft er gott að bæta við fersku ófrosnu mangó, hnetusmjöri, bláberjum, döðlum eða jarðaberjum líka.

Þessi ís er svo hollur að þú getur borðað hann hvenær sem er yfir daginn, en ég elska að fá mér hann í morgun mat eða sem kvöldsnarl þegar mig langar í eitthvað sætt.

Hér eru nokkrir sem ég hef gert og smellt mynd af í leiðinni:

dsc_0070
Banani + Bláber
dsc_0049
Banani + hnetusmjör + döðlur
dsc_0008-nef
Banani + Mangó + Sítrónusafi
dsc_0001
Þessi var í þynnri kanntinum, en hann er góður þrátt fyrir það 🙂                  Banani + Kakó + Döðlur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s