Hátíða Oumph Wellington

Jæja, þá er komið að því, fyrstu vegan jólunum mínum! Ég held það sé óhætt að fullyrða að ég hef aldrei verið jafn spennt fyrir jólamatnum og ég er núna. Ég er til að byrja með að fara að elda sjálf jólamatinn í  fyrsta sinn og svo er ég búin að sjá svo fáránlegt magn af girnilegum vegan jólamats uppskriftum upp á síðkastið.

Ég er búin að sjá slatta af uppskriftum af allskonar svona bauna wellington hleifum, en mig langaði aðeins að prófa mig áfram í svoleiðis. Tilrauna starfsemin skilaði mér að lokum þessu, en þetta verður klárlega á borðinu hjá mér á aðfangadag, er hrikaleg ánægð með þessa uppskrift 🙂

Það sem þarf í þessa uppskrift: Töfrasproti, blandari eða matvinnsluvél

Hráefni:

1 pakki af smjördeigi (Flestar útgáfur eru vegan, ég kaupi frá Findus)
1 dós af grænum linsubaunum (eða jafnt magn af elduðum þurrum baunum)
2 gulrætur
3 sveppir
3 hvítlauksgeira
2 msk hörfræ
1 poki af pulled Oumph! (fæst í Krónunni)
100g af pekan hnetum
Örlítið af vegan mjólk (ég notaði Alpro Soya)
1 dl hafrar
1/2 dl hveiti
Cayenne pipar
Salt
Pipar
Timían
Ólívuolía

Aðferð:

  1. Byrja á að sjá til þess að bæði Oumphið og smjördegið sé komið tímanlega úr frosti svo það sé þiðið þegar ég byrja (nokkrum klst fyrir notkun)
  2. Ofninn hitaður í 200 gráður celcius.
  3. Legg 2 msk af hörfræjum í bleyti í 3 msk af vatni og legg til hliðar svo þær þenjist út á meðan hitt er græjað

dsc_0112

4. Helli vatninu af linsubaununum, skola þær, set í plast skál og mauka með töfrasprota (þetta er líka hægt að gera í blandara, matvinnslu vél eða með gaffli í höndunum ef þið hafið þolinmæði)

dsc_0111

5. Brytja smátt niður 3 sveppi, 2 gulrætur og 3 hvítlauksgeira og steiki á pönnu með ólívuolíu.

6. Bæti við 2 klípum af salti, dass af pipar, Cayenne pipar og vel af Timían.

7. Brytja Oumphið niður í minni bita og bæti því út í grænmetið á pönnunni og leyfi að steikjast á meðal háum hita í nokkrar mínútur.

dsc_0113

dsc_0116

8. Sker gróflega niður 100gr af pekanhnetum.

DSC_0117.JPG

9. Bæti pekanhnetunum, Oumphinu og grænmetinu saman við maukuðu linsubaunirnar.

10. Bætt við 1/2 dl af hveiti, 1 dl af höfrum og hörfræjunum og allt saman hrært vel saman.

11. Næst legg ég smjördegið á smjörpappír, en frá findus eru þetta margir litlir ferhyrningar svo ég lagði þrjá saman.

12. Rúlla aðeins yfir með kökukefli til að stækka flötinn og klessa samskeytunum á deigunum 3 saman.

dsc_0118

ATH – það er að sjálfsögðu einfaldlega bara hægt að pakka hleifnum hvernig sem er inn í deigið, en ég ætla að sýna ykkur hvernig ég gerði í þetta skiptið til að hafa þetta extra sparilegt 🙂

13. Dreifið úr oumph blöndunni á smjördeigið eins og á myndinni hér að neðan, en ég mæli bara með að nota hendurnar og þrýsta á blönduna svo hún verði ekki laus í sér.

dsc_0119

14. Blandan er komin á deigið og þá sker ég út flipa á hvorum enda og svo ræmur meðfram öllu.

15. Ég byrja á að teygja enda flipann yfir endann, en svo þarf bara að leggja ræmurnar í sikk – sakk yfir. Loks geri ég svo það sama við hinn endann.

dsc_0121

dsc_0122

16. Næst föndraði ég smá skraut “lauf” úr afgangs smjördeiginu.

DSC_0124.JPG

17. Svo penslaði ég allt saman með vegan mjólk.

dsc_0125

18. Hleifurinn settur í ofn í uþb. 30 mínútur eða þar til deigið verðut gullin brúnt. Gott að fylgjast vel með þar sem deigið getur verið mis þykkt og því verið lengur eða fljótara að brúnast.

19. Borið fram með í þetta skiptið með grænum baunum, rauðkáli og sveppasósu.

Verði ykkur að góðu.

dsc_0131-2dsc_0132dsc_0142

5 thoughts on “Hátíða Oumph Wellington

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s