5 mínútna Raw Múslí

Þegar kemur að hollum morgunmat er ég oftast í hafragrautnum eða smoothie. Hinsvegar er nú alveg eðlilegt að vilja smá fjölbreytni í mataræðið og finnst mér þessi uppskrift fullkomin sem morgunmatur, eða sem milli máltíða snarl. Ekki skemmir hvað þetta er fáránlega auðvelt og fljótlegt.

Í þessa uppskrift þarf blandara eða matvinnsluvél.

Hráefni:

Hafrar
Kókosflögur
Döðlur

Aðferð:

  1. Set í blandarann 1 dl af höfrum, 1 dl af kókos og 6 döðlur.

dsc_0018-2

ATH. hlutföllin munu ekki alltaf vera nákvæmlega eins, það fer m.a. eftir stærðinni á döðlunum, en það er ekkert mál að bæta við hráefnum eftir á, til þess að fá þá áferð sem þú vilt.

2. Blanda saman með “pulse”. Þetta þýðir að blandarinn snýr blöðunum í svona rykkjum. Þetta þykir mér besta aðferðin til þess að blanda ekki of mikið, heldur svo þetta líkist múslí.

3. Þegar blandan er farin að klístrast saman og mynda köggla þá er þetta tilbúið!

dsc_0020-2

Ég borða þetta oft sem morgunmat með smá mjólk, en svo er líka mjög hentugt að rúlla þessu upp í litlar kúlur og eiga sem snarl.

dsc_0022

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s