Heimagert “LU kex” konfekt

Ég gerði ein jólin áður en ég varð vegan, heimagert konfekt með lu kexi. Það varð mjög vinsælt og var óskað eftir að ég gerði svoleiðis aftur eftir að ég varð vegan. Challenge accepted! Veganæsaði gömlu uppskriftina, setti í krukkur og gaf í jólagjöf. Alveg jafn gott, ef ekki betra en áður. Hér kemur uppskriftin:

Hráefni:

De Rit Cinnamon Biscuits (Fann þessi í gló – vegan og alveg eins og LU kexið)
Veganz Doppelkex
Vegan smjörlíki (Notaði Krónu smjörlíkið, sem er vegan)
Döðlur
Púðursykur
Trönuber (má sleppa)
Valhnetur (má sleppa)

Hér er mynd af kexinu:

dsc_0002-2

Uppskrift:

1. Byrja á að bræða 300g af smjörlíki í potti

2. Bæti saman við döðlum, það mörgum að þær séu rétt undir yfirborði smjörsins (hjá mér voru það uþb. 15-17 döðlur).

dsc_0004-2

3. Bæti í pottinn 1/2 bolla af púðursykri og leyfi þessu öllu að malla á meðalháum hita, hræri öðru hverju og stappa döðlurnar þar til er orðið að “leðju”

4. Næst brýt ég (í plastinu) allan pakkann af De Rit Cinnamon kexinu í litla bita. Ég geri það sama við uþb 1/3 pakka af Doppelkex, eða eins mörg og ég þarf til þess að fylla upp í mótið sem ég er að vinna með.

5. Kexmylsnunni dreifi ég jafnt í kökuform. Ég notaði gamalt form sem mér er sama um svo ég notaði engan bökunarpappír, en mæli með að nota svoleiðis til að forðast að rispa mótið þegar konfektið er skorið.

6. Ég helli yfir smjör-döðlublöndunni og velti kexinu aðeins upp úr svo allt blandist.

dsc_0005-2

7. Næst klessi ég blöndunni jafnt og þétt í mótið svo kexið verði ekki laust í sér.

8. Helli yfir 250g af bræddu siríus suðusúkkulaði sem á að ná yfir alla blönduna.

dsc_0006-2

9. Ég vildi skreyta aðeins mitt konfekt svo ég stráði yfir það smá púður sykri, niðurskornum trönuberjum og valhnetum. Þetta máttu að sjálfsögðu hafa nákvæmlega eins og þú vilt.

10. Sett í frysti í 1-2 klst, tekið út og leyft aðeins að þiðna áður en það er skorið í litla ferninga.

dsc_0010-2

11. Verði ykkur að góðu 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s