Öðruvísi meistaramánuður: Minimalískur febrúar

tumblr_static_tumblr_static__640

Í lok janúar fór ég fljótlega að heyra, eins og síðustu ár, að meistaramánuður væri nú á næsta leyti. Ég veit ekki með ykkur, en ég upplifi árið oft orðið sem samansafn af megrunarkúrum og ég fæ stundum bara nett ógeð af því. Maður er varla hættur að heyra “í kjólinn fyrir jólin”, þegar fólk er farið að hrista af sér jólaspikið í janúar og ætlar svo í besta form lífs síns í febrúar. Ég vona þið misskiljið ekki, mér finnst heilsuátök frábær og batnandi mönnum er best að lifa og allt það, en ég upplifi þetta oft sem áráttu og uppskrift af því að vera aldrei nokkurntíman sáttur með sjálfan sig.

Svo kom 1. febrúar og ég fór að velta þessu fyrir mér. Verð ég ekki að vera með? Er ég ekki alger haugur ef ég byrja ekki í crossfit eða fer að ganga fjöll?

Svo datt ég inn á nokkur myndbönd á youtube sem sneru að minimalisma og því að lifa einfaldara lífi. Þetta hafði svo einskonar snjóbolta áhrif í lífi fólks og breyttur hugsunarháttur leiddi til betri andlegrar heilsu, þess sem við eigum öll til að vanrækja. Ég varð alveg heilluð af þessum pælingum og ákvað að þennan meistaramánuð myndi ég frekar einbeita mér að þremur megin atriðum:

  1. Breyta neysluvenjum
  2. “De-cluttera” eða hreinsa burt óþarfa hluti
  3. Nægjusemi

Hér með skora ég á ykkur öll að vera með 🙂

  1. Breyttar neysluvenjur

Í febrúar ætla ég að einbeita mér að því að kaupa ekki hluti sem ég þarf ekki. Í dag er varla hægt að fara neitt né taka upp símann án þess að það sé stöðugt verið að segja þér hvað þú “þarft” að kaupa næst. Ég á alveg nóg af hlutum eins og er.
Ef hinsvegar ég kaupi eitthvað, þá athuga ég hvort ég get keypt það notað, eða einhverja mikla gæðavöru svo ég þurfi ekki að endurnýja strax aftur.

minimalism_1

2. “De-cluttera” eða hreinsa burt óþarfa hluti

Í febrúar ætla ég að fara í gegnum íbúðina mína, herbergi fyrir herbergi, hirslu fyrir hirslu, og losa mig við það sem ég þarf ekki og nota ekki. Ég er nú þegar farin að gera þetta og mér finnst það alveg ólýsanlega góð tilfinning að það sé ekki hver einasta skúffa og hilla yfirflæðandi af drasli. Þetta gerir bæði þrif og flutninga í framtíðinni svo mikið, mikið einfaldari.

0a45ceabd55cd0e07122551f658712a3

3. Nægjusemi

Þetta er líklegast eitthvað sem ég mun ekki mastera strax í febrúar, hvað þá á þessu ári. Ég hef yfirleitt verið mjög mikið neysluhyggju týpa og alltaf fundist ég verða að eignast þetta eða hitt til þess að verða aðeins sáttari með lífið. Markmiðið mitt í febrúar er hinsvegar að leggja mig alla fram við að vera nægjusöm. Mig skortir ekkert, ég ætla að sækja hamingjuna mína í fólk, dýr, umhverfið og þá hluti sem ég á nú þegar.

7fff99f45bfafb0074756be7e7c30f58

Ég vona ykkur leiðist ekki svona aðeins öðruvísi póstar hjá mér 🙂

Gleðilegan meistaramánuð!

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s