Portobello steik með rjómaosta fyllingu

Ég elska, elska, ELSKA sveppi. En portobello sveppir eru í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það er bara ekki hægt (að mínu mati) að elda vonda portobello sveppi. Ég hef þó nokkrum sinnum eldað portobello sveppi á nokkra mismunandi máta en ég enda yfirleitt með að gera mjög einfalda fyllingu og skella þeim bara í ofninn. Einfalt, fljótlegt og svooo gott.

Hráefni:

6 portobello sveppir
Ferskar döðlur
Oatly rjómaostur
Rauðlaukur
Salt & pipar
Soya sósa
Herbs de provence kryddblanda
Næringarger

Aðferð:

  1. Ofn forhitaður í 180 gráður (blástur).
  2. Portobello sveppirnir hreinsaðir með vatni og lagðir í eldfast mót (eða á bökunarpappír)
  3. Kryddað létt yfir sveppina með salt og pipar. Skvett nokkrum dropum af soya sósu á hvern svepp.

DSC_0019

4. Skorinn niður einn lítill rauðlaukur og 5 medjool döðlur. (Medjool döðlur eru aðeins stærri en aðrar döðlur, svo ekki vera hrædd við að nota meira ef þið viljið mikla sætu).

5. Döðlunum og lauknum er blandað saman við 4 msk af oatly rjómaosti.

DSC_0016

Oatly rjómaosturinn er að mínu mati besti vegan smurosturinn en það er að sjálfsögðu hægt að nota aðrar tegundir. Oatly smurosturinn fæst í Krónunni.

DSC_0020

6. Rjómaosta blandan er svo smurð ofan í sveppina.

7. Loks kryddaði ég með Herbs de provence frá Pottagöldrum og stráði næringargeri yfir.

DSC_0024

8. Sveppirnir eru bakaðir í ofni við 180 gráður (blástur) í uþb 20 mínútur.

9. Í þetta sinn borið fram með salati, en er einnig mjög gott eitt og sér sem forréttur eða sem “steik” með kartöflum og sósu.

DSC_0030

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s