Um Ólöfu hummus

Velkomin! Ólöf heiti ég. Hummus er bara afþví ég elska hummus.
Ég er 21 árs og er búin að vera grænmetisæta síðan 1. janúar 2015. Þetta var allt saman nokkuð lengi í vinnslu hjá mér og mætti segja að árið 2014 hafi verið þegar ég tók ákvörðun um að ég gæti ekki tekið þátt í að styrkja sláturiðnaðinn lengur eftir að horfa á fjölmargar heimildarmyndir, en var ekki komin lengra en það að ég gat ekki hugsað mér jólin án kjöts. Svo, ég ákvað að 1. janúar yrði dagurinn 🙂 Eftir 1. janúar hætti ég allri kjötneyslu, að frátöldum fiski. Ég var enn að neyta fisks og annarra dýraafurða. Fljótlega tók ég út mjólk, svo fisk og svo loks allar dýraafurðir. Það var þó nokkuð langur tími sem ég var vegan (laus við allar dýraafurðir) heima hjá mér, en dró línuna bara við neyslu kjöts og fisks þegar mér var boðið í mat og slíkt. Þessvegna segi ég að ég sé búin að vera vegan í um 6 mánuði núna, því ég neyti ekki lengur neinna dýraafurða, undir neinum kringumstæðum.

Mér fannst nauðsynlegt líka að hafa svona hálfgerðan disclaimer. Mér finnst nauðsynlegt að einhversstaðar komi fram að ég er ekki læknir, næringarfræðingur, kokkur eða neitt slíkt. Allt sem fram kemur á þessari síðu endurspeglar mínar persónulegu skoðanir út frá því sem ég hef prófað.
Ef einhverjir vilja kynna sér vegan lífsstílinn, eða hafa efasemdir um gæði hans, mæli ég með að þessu efni (Þetta er efni sem ég kynnti mér á mínu vegan ferðalagi, eflaust óteljandi fleira sem ég gæti nefnt):

Heimildarmyndir:
Næring:
Forks over knives
Fat, sick and nearly dead
Food choices
Food matters
Live and let live
Dýravernd:
Earthlings
Umhverfisvernd:
Cowspiracy
Mission Blue

Fyrirlestrar:
101 Reasons to go vegan: https://www.youtube.com/watch?v=W4HJcq8qHAY
The best speech you’ll ever hear – Gary Yourofsky: https://www.youtube.com/watch?v=es6U00LMmC4

Bækur:
The Happy Vegan – Russel Simmons

Rannsóknir:
The China Study – The most comprehensive study of nutrition ever conducted. Startling implications for diet, weightloss and long-term health – Dr. Colin Campell og Thomas M. Campbell II: http://www.socakajak-klub.si/mma/The+China+Study.pdf/20111116065942/
Annars þakka ég kærlega innlitið og minni á snapchattið mitt: olofhummus ef einhvern langar að vita eitthvað meira.